Opinber fjármál

Á Pírataþinginu um síðustu helgi var einn hópur hjá okkur sem ræddi meðal annars sóun í opinberum rekstri. Ég tók virkan þátt í umræðunni enda þekki málaflokkinn vel.
Af hverju er mikilvægt að ræða þetta. Jú, við erum að tapa ótrúlega háum fjárhæðum á hverju ári sem gætu nýst meðal annars í að aukna nýsköpun, bæta menntun, bæta umönnun aldraðra, bæta umönnun fatlaðra og sinna betur málaflokkum sem eru sveltir.

Það eru til allskonar leiðir til að bæta opinberan rekstur. Það er bara eins og enginn hafi áhuga. Þetta er eins og stundum er sagt að þetta er fé án hirðis. Enginn hvati er til að gera betur. Þessu þurfum við að breyta. Auðvitað er þetta ekki algilt.

Björn Zoëga var gestur í Kastljós í kvöld og sagðist hafa reynt að koma á svokölluðu DRG fjármögnunarkerfi árið 2014. Kerfi sem hefur sýnt sig að leiðir til stórfells hagræðis. Til að koma svona lausnum á þarf skilning á rekstri, öfluga verkstjórn og góða eftirfylgni. Þetta kerfi hefur auk þess innbyrðis hvata sem leiðir til bættrar þjónustu sjúkrahússins við þjónustuþega.
Nú sjö árum síðar er verið að undirbúa málið. Styðjum þetta verkefni Píratar en tryggjum að sett séu mælanleg árangursmarkmið. Hverju á þetta að skila? Fylgjumst síðan vel með að árangurinn skili sér. Sjá viðtalið hér: Viðtal við Björn Zoëga forstjór (16. feb 2021)

Ummæli:
Hárrétt, það er ekki hægt að dæla endalaust peningum í kerfi sem eru ílla rekin. Held það sé hellingur af áhugasömu fólki þarna sem vill gera betur en þetta er pólítískt þrætuepli og sífelld hræðsla um að ríki kallinn græði of mikið. Þó það sé í hag allra, þá er óhugsandi fyrir suma að einhver einn græði á því. Og þó það sé mikill metnaður víða í hinu opinbera er vandamálið að þar axlar enginn almennilega ábyrgð og fyrir fjármálasérfræðing þar skiptir það engu máli þótt dæmin gangi upp eða ekki, því það breytir ekki stöðu þess aðila. Hann mun aldrei þurfa að taka pokann sinn. Það þarf að koma stærri hluta rekstursins í einkageirann. Þó ekki nema bara til að það sé hvati til að gera betur

Svar Ingimars við ummælum:
Lausnin þarf ekki að vera einkavæðing. Það þarf bara að stilla kerfið af, setja rétta hvata og mæla árangur. Ég vann eitt sinn hjá ríkislánasjóði, Iðnlánasjóði. Ég fullyrði að sá sjóður veitti betri þjónustu en stór einkabanki á þeim tíma. Í þessum sjóði var hvati til að gera betur. Við ræddum reglulega við viðskiptavinina og breyttum ferlinu m.v. ábendingar sem við fengum. Það eru einfaldir hvatar til eins og það að sjá árangur vinnunar sem skipta máli. Byrjum á að mæla árangur allstaðar og gerum mælingarnar skiljanlegar og gagnsæjar. Fólk mun reyna að gera betur ef við hrósum fyrir góðan árangur. En við verðum að mæla árangurinn til að vita hvernig gengur. Og nú er ég ekki bara og alls ekki bara að tala um fjárhagslegan árangur.

Ummæli Björns Leví þingmanns Pírata og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingsins:
Samkvæmt öllu þá á LSH þegar að vera kominn í DRG kerfi sko
Sjá: Handbók um DRG

Handbók um þetta hefur verið til frá amk 2013:
Handbók um DRG frá 2013

Svar Ingimars við ummælum
Takk fyrir þetta 🙂 Þetta er áhugavert. Veistu hvort til er tölfræði út frá þessari flokkun? Það væri forvitnilegt að sjá þróun fjölda tilvika í hverjum flokki. Veistu hvort LSH hafi skilgreint mælanleg árangursmarkmið með þessari innleiðingu? Er verið að fylgjast með árangrinum?

Ummæli Björns Leví þingmanns Pírata og og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingsins við svari:
hún er til. Aðgengileg. Það er annað mál