Menntun
2002: MBA frá HR
Í náminu var lögð sérstök áhersla á mögulega stafræna vegferð í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Námið var í samstarfi við 10 erlenda háskóla og kom 75% kennara frá erlendum háskólum. Öll verkefni og flestar framsögur voru á enskri tungu.
Sérstök áhersla var lögð á hvernig velja ætti stafrænar lausnir og innleiða breytingar sem voru þeim samfara.
Lokaverkefnið vann ég í samvinnu við Íslandbanka og gekk það út á að meta arðsemi fjárfestinga bankans í uppbyggingu stafrænna lausna (ROI). Gerð var tilraun til að forgangsraða stafrænum verkefnum með hliðsjón af viðskiptalegum og samfélagslegum markmiðum bankans.
1989: BSc Tölvunarfræði frá HÍ
Stór hluti valnámskeiða minna tók ég í rekstrarverkfræði (vélaverkfræðiskor). Þetta voru ýmis námskeið sem fjölluðu um stjórnun og rekstur fyrirtækja.
1985: Stúdent af eðlisfræðibr. MH
1980: Grunnur frá Álftamýrarskóla
Starfsreynsla
Þátttaka í nefndum
2024 Formaður starfshóps um umferðaöryggi í Grafaravogi. Starfshópurinn vann að skýrslu varðandi umferðaöryggi og mikilvægar umbætur sem gera þarf.
2022 – 2025 Meðlimur í Íbúaráði Grafarvog. Íbúaráðum var ætlað að auka samráð íbúa við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
2011 – 2020 Fulltrú faghóps í Stafrænu ráði Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Stafrænt ráð sambandsins tekur allar stærri ákvarðanir varðandi sameiginleg starfræn verkefni sveitarfélaga.
2011 – 2020 Fulltrú Kópavogsbæjar í ýmsum samráðsnefndum t.d. faghóp Sambands íslenskra sveitarfélaga í stafrænni vegferð og verkefnahópi um Stafræna stjórnsýslu á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2006 – 2009 Stjórn Veitu. Fulltrúi Sparisjóðs Mýrasýslu í stjórn. Fyrirtækið sérhæfir sig í reikningagerð og innheimtulausnum fyrirtækja og stofnana. Var einnig framkvæmdastjóri samstæðunnar í 6 mánuði árið 2011 og þar til félagið var selt samkeppnisaðila.
2001-2002, 2003-2008 Stjórn Rannsókna- og háskólanets Íslands (RHnets). Ég var fulltrúi Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík, Kennaraháskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Tækniskóla Íslands og Viðskiptaháskólans á Bifröst í stjórn félagsins.
2003 Undirbúningsnefnd Nordunet 2003 ráðstefnunnar. Stór alþjóðleg ráðstefna um tölvunet sem haldin var á Íslandi í annað sinn 2003. Yfirumsjón með fjármögnun samstarfsaðila og stuðning þeirra við ráðstefnuna.
1997 Formaður verkefnastjórnar um sameiningu tölvukerfa Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Skipunin kom frá ráðuneytisstjórum forsætis-, sjávarútvegs, viðskipta- og iðnaðarráðuneyta í júlí 1997. Hlutverk verkefnastjórnarinnar var að vinna að sameiningu tölvukerfa atvinnugreinasjóðanna sem um áramótin 1997/1998 áttu að renna inn í nýstofnaðan Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA).