Náum góðum árangri saman

Við viljum öll ná góðum árangri.  Það er ástæðan fyrir því að ég bíð mig fram á lista Pírata í Reykjavík.
Ég tel mig geta náð góðum árangri í samvinnu við ykkur.

Hvað þarf til að ná góðum árangri?

  • Skýra stefnu. Hvert viljum við komast?
  • Gott skipulag. Hvernig komumst við þangað?
  • Geta til að framkvæma og fylgja eftir leiðum sem valdar eru.

Ef við náum góðri kosningu í haust þá verðum við í lykilaðstöðu til að semja við aðra flokka um stefnu og leiðir.

Ég vil benda á mig sem valkost.

  • Ég hef náð góðum árangri,
  • ég þekki vel verkefnstjórnun sem eykur líkurnar á góðum árangri og
  • ég er snjall samningamaður, þekki samningatækni og hef náð mörgum góðum samningum í gegnum tíðina.

Ég er ágætis kostur ef við viljum ná góðum árangri.

EN ÉG ER SANNARLEGA EKKI EINI GÓÐI KOSTURINN !