Ferillinn

Menntun

2002:         MBA. Alþjóðleg MBA gráða frá Háskólanum í Reykjavík

Í náminu var lögð sérstök áhersla á mögulega stafræna vegferð í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Námið var í samstarfi við 10 erlenda háskóla og kom 75% kennara frá erlendum háskólum. Öll verkefni og flestar framsögur voru á enskri tungu.

Sérstök áhersla var lögð á hvernig velja ætti stafrænar lausnir og innleiða breytingar sem voru þeim samfara.

Lokaverkefnið vann ég í samvinnu við Íslandbanka og gekk það út á að meta  arðsemi fjárfestinga bankans í uppbyggingu stafrænna lausna (ROI).  Gerð var tilraun til að forgangsraða stafrænum verkefnum með hliðsjón af viðskiptalegum og samfélagslegum markmiðum bankans.

1989:         BSc Tölvunarfræði frá Háskóla Íslands

Stór hluti valnámskeiða minna tók ég í rekstrarverkfræði (vélaverkfræðiskor). Þetta voru ýmis námskeið sem fjölluðu um stjórnun og rekstur fyrirtækja.         

1985:         Stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð

1980:         Grunnskólapróf frá Álftamýrarskóla


Starfsreynsla

2011 –  
forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar.  Ábyrgur fyrir miðlægri þjónustu við íbúa/starfsmenn,  stýri verkefnastofu og stafrænni vegferð (sjá Árangur).

2009 – 2011
sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennsla við HR

2008 – 2009
forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar

2004 – 2008
framkvæmdastjóri Betri lausna ehf. – hugbúnaðarhúss

2000 – 2004
forstöðumaður tölvu- og upplýsingasviðs HR

2000 – 2000
forstöðumaður og staðgengill framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs hjá ÍslandsbankaFBA

1998 – 2000
forstöðumaður tölvu-, skjala- og gæðamála FBA

1991 – 1998
forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Iðnlánasjóðs

1989 – 1991
hugbúnaðarþróun hjá  Iðnlánasjóði


Þátttaka í nefndum og stjórnarseta

2011 – 2020 Fulltrú Kópavogsbæjar í ýmsum samráðsnefndum t.d. fagráði Sambands íslenskra sveitarfélaga í stafrænni vegferð og verkefnahópi um Stafræna stjórnsýslu á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2006 – 2009 Stjórn Veitu. Fulltrúi Sparisjóðs Mýrasýslu í stjórn. Fyrirtækið sérhæfir sig í reikningagerð og innheimtulausnum fyrirtækja og stofnana. Var einnig framkvæmdastjóri samstæðunnar í 6 mánuði árið 2011 og þar til félagið var selt samkeppnisaðila.

2001-2002, 2003-2008 Stjórn Rannsókna- og háskólanets Íslands (RHnets). Ég var fulltrúi Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík, Kennaraháskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Tækniskóla Íslands og Viðskiptaháskólans á Bifröst í stjórn félagsins.

2003 Undirbúningsnefnd Nordunet2003 ráðstefnunnar. Stór alþjóðleg ráðstefna um tölvunet sem haldin var á Íslandi í annað sinn 2003. Ég hafði yfirumsjón með fjármögnun stórra erlendra aðila með samningagerð um stuðning þeirra við ráðstefnuna.

1997 Formaður verkefnastjórnar sem sá um sameiningu tölvukerfa Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs.  Skipunin kom frá ráðuneytisstjórum forsætis-, sjávarútvegs, viðskipta- og iðnaðarráðuneyta í júlí 1997. Hlutverk verkefnastjórnarinnar var að vinna að sameiningu tölvukerfa atvinnugreinasjóðanna sem um áramótin 1997/1998 áttu að renna inn í nýstofnaðan Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA).

Annað

 Áhugamál: Helstu áhugamálin eru badminton og golf.  Ég er einnig áhugasamur um fjallgöngu, útivist, ferðalög og söng.  Reyni að stunda líkamsrækt og auðvitað er alltaf best að vera með fjölskyldunni 🙂

Félagsstörf:   Ég er félaglyndur og reyni að vera virkur í þeim félagsskap sem ég er í hverju sinni en hef þó lítið verið í stjórnum, fyrst og fremst vegna anna. Ég hef þó setið í stjórn Badmintonsambands Íslands, í trimmnefnd TBR og í stjórn starfsmannfélaga og í ýmsum nefndum á vegum þeirra t.d. í skemmtinefnd.