Hver er sá?
- Hver er sá sem gaf út Sunnudagsblaðið með félögum sínum aðeins 12 ára gamall. Notaði ritvél pabba síns og kalkipappír til að fjölga eintökum?
- Hver er sá sem var gerður að bekkjarformanni öll árin hans í Álftamýraskóla og hugleiddi aldrei af hverju?
- Hver er sá sem hóf að forrita 14 ára gamall á Commadore 64 og stuttu síðar á Sinclair Spectrum?
- Hver er sá sem var kærulaus, spilaði tölvuleiki, las eitthvað allt annað en skólabækur og mætti illa í MH?
- Hver er sá sem var á Eðlisfræðibraut og elskaði gríska heimspeki?
- Hver er sá sem valdi tölvunarfræði sem háskólagrein og elskar að forrita recursive kóða?
- Hver er sá sem valdi „kennslukerfi fyrir fötluð börn“ sem lokaverkefni í tölvunarfræði?
- Hver er sá sem hætti í hálaunuðu starfi í gróðavænlegum banka þrátt fyrir áframhaldandi gilliboð og valdi sér að vinna í háskóla?
- Hver er sá sem stýrði smíði á skilvirku kennslukerfi og sá til þess að 12 framhaldsskólar gátu nýtt sér það nemendum sínum til framdráttar?
- Hver er sá sem elskar að vinna fyrir samfélagið í stað þess að vinna hjá ríkum einkafyrirtækjum?
- Hver er sá sem vann á nóttunni og 70 tíma á viku við að rafvæða feril tómstundastyrks sem flæddi í gegnum þrjár ólíkar lausnir?
- Hver er sá sem lagði mikið á sig til að gera bókhald sveitarfélags aðgengilegt á vefnum og í kjölfarið gerði allt sem hann gat til að aðrir gætu einnig opnað?
- Hver er sá sem nýlega hannaði og stýrði smíði lausnar sem getur nýst öllum heiminum, aukið framlegð, minnkað sóun, lækkað kolefnisspor og aukið jöfnuð?